Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. nóvember 2017 09:42
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam í viðræðum við Everton
Á leið aftur í boltann?
Á leið aftur í boltann?
Mynd: Getty Images
Farhad Moshiri, eigandi Everton, hefur rætt við Sam Allardyce um að taka við liðinu. Sky greinir frá þessu.

Ronald Koeman var rekinn frá Everton á dögunum og David Unsworth hefur stýrt liðinu í síðustu fjórum leikjum.

Hinn 63 ára gamli Allardyce þykir nú líklegastur til að taka við Everton út tímabilið.

Allardyce bjargaði Crystal Palace frá falli á síðasta tímabili en hann hætti síðan störfum síðastliðið vor.

Allardyce er þó ekki eini stjórinn sem Everton er að skoða því félagið vill líka fá tækifæri til að ræða við Sean Dyche stjóra Burnley.
Athugasemdir
banner
banner