Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. desember 2017 11:22
Elvar Geir Magnússon
Borgvardt skrifaði barnabók um klikkaðan kokk
Borgvardt var magnaður hjá FH.
Borgvardt var magnaður hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Danski fótboltamaðurinn Allan Borgvardt var magnaður með FH á sínum tíma en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2004 og 2005.

Árið 2005 var hann valinn besti leikmaður Íslandsmótsins en þá skoraði hann 13 mörk í þeim 15 leikjum sem hann spilaði í deildinni.

En hvað er Borgvardt að gera í dag?

Borgvardt hefur spilað í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en í dag býr hann í síðastnefnda landinu. Þar vinnur hann meðal annars sem nuddari og er yfir verkefni hjá Norrköping sem aðstoðar innflytjendur við að aðlagast samfélaginu í Svíþjóð gegnum fótboltann.

Hann hefur einnig leikið sér að því að skrifa og í félagsskap barnanna sinna skrifaði hann söguna "En kok gik amok..." sem myndi þýðast sem "Kokkurinn varð klikkaður". Búið er að gefa söguna út sem barnabók.

Borgvardt er ansi hæfileikaríkur og teiknar hann myndirnar í bókinni sjálfur. Á döfinni er að gefa út fleiri bækur ef bókin um kokkinn klikkaða fellur vel í kramið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner