banner
   fim 07. desember 2017 16:49
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Everton: Gylfi hvíldur fyrir leikinn gegn Liverpool
Craig Shakespeare, fyrrum stjóri Leicester, stýrir Everton í kvöld.
Craig Shakespeare, fyrrum stjóri Leicester, stýrir Everton í kvöld.
Mynd: Getty Images
Everton leikur klukkan 18 við Apollon Limassol í Kýpur í lokaumferð E-riðils Evrópudeildarinnar.

Everton hefur að engu að keppa eftir að hafa fyrir löngu klúðrað möguleikum sínum á því að komast áfram. Liðið er aðeins með eitt stig.

Craig Shakespeare, sem nýlega var ráðinn í þjálfarateymi Everton, stýrir leiknum í kvöld. Stóri Sam Allardyce ferðaðist ekki með til Kýpur.

Lykilmenn Everton eru hvíldir, þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson sem ferðaðist ekki með til Kýpur. Everton er að fara að mæta Liverpool í grannaslag á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 21 árs Henry Charsley og 18 ára Fraser Hornby eru í byrjunarliði Everton og leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins.

Byrjunarlið Everton: Joel, Baningime, Feeney, Besic, Charsley, Klaassen, Schneiderlin, Vlasic, Mirallas, Lookman, Hornby.



Sjá einnig:
Gylfi segir að Stóri Sam hafi strax haft jákvæð áhrif
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner