fim 07. desember 2017 09:46
Magnús Már Einarsson
Heimild: Morgunblaðið 
Félög fá yfir 20 milljónir fyrir þáttöku hvers leikmanns á HM
Icelandair
Valur fær yfir 20 milljónir ef Birkir Már gengur í raðir félagsins fyrir HM.
Valur fær yfir 20 milljónir ef Birkir Már gengur í raðir félagsins fyrir HM.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FIFA greiðir félagsliðum leikmanna sem spila á HM næsta sumar samtals 21,5 milljarð króna en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Til mikils er að vinna fyrir félög sem eiga leikmenn á HM en upphæðin er þrefalt hærri en hún var fyrir félagslið á HM í Brasilíu 2014.

Greidd­ar eru 893 þúsund ísl. kr. fyr­ir hvern leik­mann á dag, frá og með 1. júní, þegar leik­menn­irn­ir eiga að vera laus­ir fyr­ir sín landslið til und­ir­bún­ings fyr­ir HM, og þar til viðkom­andi lið fell­ur úr keppni en þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Þetta þýðir að hvert félag sem á leikmann í íslenska landsliðshópnum fær 23,2 milljónir króna í sinn hlut ef Ísland dettur út eftir riðlakeppnina þann 26. júní. Ef Ísland fer í 16-liða úrslit hækkar upphæðin.

Engu máli skiptir hvort leikmaður­inn kem­ur við sögu í leikj­un­um eða ekki.

Heild­ar­greiðsla vegna ís­lenska liðsins, ef það kemst ekki áfram úr riðlakeppn­inni, verður 534 millj­ón­ir króna.

Enginn leikmaður úr Pepsi-deildinni hefur verið í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár. Hins vegar hefur Birkir Már Sævarsson verið orðaður við heimkomu í Val á næsta ári en hann er á förum frá Hammarby í Svíþjóð.

Uppfært klukkan 11:35 Upphæðin sem um ræðir skiptist á milli þeirra félaga sem leikmaðurinn hefur leikið með frá 2016. Sjá nánar hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner