Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. desember 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard sá um að róa Brewster niður
Rhian Brewster.
Rhian Brewster.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur sent frá sér opinbera kvörtun til UEFA eftir að hinn efnilegi Rhian Brewster varð fyrir kynþáttaníð í leik gegn Spartak Moskvu í Evrópukeppni unglingaliða í dag.

Varnarmaður Spartak Moskvu sagði eitthvað Brewster sem hann hefði betur látið ósagt.

Brewster missti stjórn á skapi sínu og þurftu liðsfélagar hans og starfslið að halda aftur af honum.

Steven Gerrard, þjálfari unglingaliðs Liverpool, var manna fyrstur út á völl eftir leik til að róa Brewster niður eins og sjá má á myndum í frétt Daily Mail. Smelltu hér til að sjá myndirnar

Eftir leik sagði Gerrard að farið yrði yfir málið.

„Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um atvikið á þessari stundu. Félagið mun skoða þetta og bregðast við. Ég væri frekar til í að tala um frammistöðu Rhian Brewster, hann var magnaður," sagði Gerrard eftir leikinn í gær sem endaði 2-0 fyrir Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner