Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. desember 2017 11:35
Magnús Már Einarsson
HM peningurinn til félagsliða skiptist á tveggja ára tímabil
Icelandair
Mynd: Anna Þonn
Morgunblaðið greindi í morgun frá því að hvert félag sem á leikmann í íslenska landsliðshópnum á HM fái að minnsta kosti 23,2 milljónir króna í sinn hlut frá FIFA.

Þetta ku þó ekki vera rétt þar sem greiðslan skiptist á félagsliðin sem leikmaðurinn hefur verið hjá undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í skýrslu ECA.

Enginn leikmaður úr Pepsi-deildinni hefur verið í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár. Hins vegar hefur Birkir Már Sævarsson verið orðaður við heimkomu í Val á næsta ári en hann er á förum frá Hammarby í Svíþjóð.

Ef Birkir Már gengur í raðir Vals á næstu mánuðum fær félagið meira en 1/3 af upphæðinni en hins vegar ekki upphæðina alla svo dæmi séu tekin.

Svona skiptist peningurinn á félög
Júlí 2016 – júni 2017 1/3 af upphæðinni
Júlí 2017-maí 2018 1/3 af upphæðinni
Júní/Júlí 2018 1/3 af upphæðinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner