Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 07. desember 2017 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Messi: Erfitt að spila við Ísland
Mynd: Getty Images
Lionel Messi telur það vera stór mistök að vanmeta íslenska landsliðið á HM.

Messi er fyrirliði Argentínu sem spilar við strákana okkar í Moskvu næsta sumar.

„Ef við stöndum okkur ekki vel á HM þá þurfum við allir að hætta í landsliðinu," sagði Messi í viðtali við TyC Sports.

„Íslendingar eru kannski ekki sterkir á blaði en hver sem hefur séð þá spila veit að þeir eru ansi erfiðir viðureignar.

„Það er erfitt að spila við Ísland því þeir eru líkamlega sterkir, mjög skipulagðir, þéttir til baka og hættulegir í skyndisóknum."

Athugasemdir
banner
banner