Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. desember 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Pardew óttast að missa Evans
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, stjóri WBA, segist óttast að missa fyrirliða sinn Jonny Evans í janúar.

Manhester City, Arsenal, Leicester og fleiri félög sýndu Evans áhuga í sumar og þessi fyrrum leikmaður Manchester United gæti verið á förum frá WBA.

„Þegar þú átt frábæra leikmenn þá vilja önnur félög fá þá. Þetta er alltaf viðkvæmt með bestu leikmennina. Jonny Evans er klárlega einn af þeim og hann er fyrirliði okkar," sagði Pardew.

„Vil ég missa hann? Auðvitað ekki. Óttast ég að missa hann? Auðvitað geri ég það."

„Það var áhugi á honum í sumar og þess vegna er þetta aftur á lofti núna. Þetta eru góðar fyrirsagnir fyrir fjölmiðla. Ég skil það. Við tökumst á við það og Jonny hefur tekist á við þetta á sinn hátt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner