mán 08. febrúar 2016 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Hamar hafði betur gegn Hvíta riddaranum
Markamaskínan Tómas Ingvi Hassing setti tvö gegn Hvíta riddaranum.
Markamaskínan Tómas Ingvi Hassing setti tvö gegn Hvíta riddaranum.
Mynd: Hamar
Hvíti riddarinn 2 - 5 Hamar
0-1 Tómas Ingvi Hassing ('23)
1-1 Elmar Snær Hilmarsson ('29)
1-2 Daníel Rögnvaldsson ('36)
2-2 Markaskorara vantar ('41)
2-3 Tómas Ingvi Hassing ('45)
2-4 Tómas Aron Tómasson ('59)
2-5 Daníel Rögnvaldsson ('92)

Hvíti riddarinn fékk Hamar frá Hveragerði í heimsókn í D-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Tómas Ingvi Hassing og Daníel Rögnvaldsson gerðu tvennu hvor og tryggðu þannig góðan sigur Hamars.

Hamar er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og markatöluna 12-2 og er Tómas Ingvi markahæsti maður liðsins á mótinu með þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner