Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 08. febrúar 2016 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Í skýjunum með komu Adebayor til Crystal Palace
Adebayor var í byrjunarliði Crystal Palace um helgina.
Adebayor var í byrjunarliði Crystal Palace um helgina.
Mynd: Getty Images
Scott Dann, varnarmaður Crystal Palace, er ótrúlega ánægður með nýja liðsfélagann Emmanuel Adebayor sem kom til félagsins undir lok janúargluggans.

Adebayor hafði verið án félags í fimm mánuði eftir að Tottenham leysti hann undan samningi og var hann í byrjunarliðinu í 1-1 jafntefli gegn Swansea um helgina.

Þrátt fyrir áhyggjur Alan Pardew af líkamlegu ástandi framherjans spilaði hann í 86 mínútur og Dann hefur miklar væntingar til Tógó-mannsins.

„Hann er í náttúrulegu formi, hann hefur lagt hart að sér með einkaþjálfara og það segir hvernig náungi hann er," sagði Dann.

„Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur út tímabilið ef við getum nýtt okkur gæði hans og komið honum inn í leikinn. Hann hefur sannað það hjá öðrum félögum að hann er heimsklassa framherji."

„Hann þarf að sanna ákveðna hluti og það er lyftistöng fyrir okkur að fá svona leikmann inn. Hann hefur unnið titla og er stórt nafn. Flestir varnarmenn vilja ekki mæta honum þegar hann er upp á sitt besta, vonandi náum við honum þangað sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner