mán 08. febrúar 2016 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Liverpool Echo 
Klopp gæti mætt óvænt á æfingu Liverpool í dag
Klopp gæti stýrt Liverpool á morgun.
Klopp gæti stýrt Liverpool á morgun.
Mynd: Getty Images
Enski miðillin Liverpool Echo fullyrðir í dag að Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool muni snúa aftur á til félagsins í dag og stýra æfingu liðsins. Þá er einnig talið líklegt að hann verði á hliðarlínunni þegar liðið mætir West Ham í bikarnum á morgun.

Klopp fór í óvænta botnlangaaðgerð á laugardaginn og missti því af 2 - 2 jafnteflinu gegn Sunderland á sama tíma. Hann er kominn aftur heim til sín eftir aðgerðina og mætir líklega á æfingu í dag.

Talið var í fyrstu að hann þyrfti nokkra daga til að jafna sig en Liverpool Echo segir að hann vilji byrja að vinna aftur og gæti því mætt á æfinguna í dag.

Það er annasamur dagur hjá Liverpool því eftir æfinguna verður haldinn fréttamannafundur vegna leiksins á morgun og svo ferðast hópurinn til London þar sem liðið mætir West Ham á morgun.

Zeljko Buvac, Peter Krawietz og Pep Lijnders aðstoðarmenn hans stýrðu liðinu gegn Sunderland ásamt John Achterberg markmannsþjálfara. Liverpool á svo leik gegn Aston Villa úti á sunnudaginn og svo útileik gegn Augsburg í Evrópudeildinni í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner