Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 08. febrúar 2016 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Martinez telur að Lennon eigi að fara með Englandi á EM
Fer Aaron Lennon með á EM í sumar?
Fer Aaron Lennon með á EM í sumar?
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Everton, heldur að spilamennska Aaron Lennon að undanförnu eigi að fleyta honum með enska landsliðinu á EM 2016 í sumar.

Kantmaðurinn hefur staðið sig frábærlega í undanförnum leikjum og skorað fjögur mörk frá áramótum. Hann á þegar 21 landsleik að baki en hefur þó ekki spilað fyrir hönd þjóðar sinnar í þrjú ár.

„Auðvitað er þetta ekki undir mér komið, en ég fæ tækifæri til að vinna með Aaron daglega og hann er ótrúlega mikilvægur leikmaður," sagði Martinez þegar hann var spurður út í EM-möguleika Lennon.

„Það vita allir hve góður hann er. Hraðinn, einn á einn, vinnuframlagið, skilningurinn og reynsla hans verða ekki metin til fjár. Það eru aðrir leikmenn í hans stöðu en ég tel hann vera að sýna að hann gæti reynst landsliðinu gríðarlega dýrmætur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner