Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. febrúar 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Ótrúleg upprisa Robert Huth - Fer hann á EM?
Robert Huth.
Robert Huth.
Mynd: Getty Images
Robert Huth hefur verið eins og klettur í vörn Leicester á þessu tímabili en ferill hans hefur tekið stakkaskiptum á einu ári.

Hinn 31 árs gamli Huth komst ekki í lið hjá Stoke á síðasta tímabili og í janúar fór hann til Leicester á láni.

Leicester var þá á botni ensku úrvalsdeildarinnar en Huth hjálpaði liðinu að bjarga sæti sínu með frábærum endasprett.

Leicester keypti Huth frá Stoke síðastliðið sumar og í vetur hefur hann verið í lykilhlutverki í toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Þýska blaðið Bild kallar eftir því í dag að Huth fái tækifæri með þýska landsliðinu á nýjan leik á EM í sumar.

Huth á 19 landsleiki að baki með Þjóðverjum en hann hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan árið 2009. Spurning er hins vegar hvort góð frammistaða hans með Leicester tryggi óvænta endurkomu í landsliðið í sumar?
Athugasemdir
banner
banner