Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 08. febrúar 2016 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Sociedad valtaði yfir Espanyol
Hinn 26 ára gamli Jonathas hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Real Sociedad frá komu sinni og gerði tvö mörk í kvöld.
Hinn 26 ára gamli Jonathas hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Real Sociedad frá komu sinni og gerði tvö mörk í kvöld.
Mynd: Getty Images
Espanyol 0 - 5 Real Sociedad
0-1 Jonathas ('5)
0-2 Carlos Vela ('8)
0-3 Mikel Oyarzabal ('52)
0-4 Diego Reyes ('55)
0-5 Jonathas ('90)

Real Sociedad vann sinn annan leik í röð í spænska boltanum er liðið heimsótti fallbaráttulið Espanyol fyrr í kvöld.

Jonathas og Carlos Vela komu Real í tveggja marka forystu á fyrstu tíu mínútum leiksins og höfðu heimamenn engin svör.

Espanyol hélt boltanum vel innan liðsins en skapaði sér afar lítið af færum þar sem varnarleikur Real var vel skipulagður og skyndisóknirnar stórhættulegar.

Gestirnir bættu tveimur mörkum við í upphafi síðari hálfleiks og gerði Jonathas lokamark leiksins á 90. mínútu.

Espanyol er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir tapið og er Real Sociedad um miðja deild, fimm stigum ofar.
Athugasemdir
banner
banner