Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. febrúar 2016 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Thomas Muller: Bæði fyndið og pirrandi
Muller hefur átt magnað tímabil.
Muller hefur átt magnað tímabil.
Mynd: Getty Images
Thomas Muller, sóknarmaður Bayern Munchen, segir að orðrómar um ósætti í búningsklefa liðsins séu bæði fyndnir og pirrandi.

Þýskir fjölmiðlar höfðu eftir ónefndum leikmanni Bayern að andrúmsloftið hjá liðinu undir stjórn Pep Guardiola væri skelfilegt eftir að ljóst var að Spánverjinn myndi taka við Manchester City eftir tímabilið.

Dagblaðið Bild hélt því svo fram að miðjumaðurinn Arturo Vidal hefði fengið sér áfengi fyrir æfingu í vetraræfingabúðum í Katar í síðasta mánuði, en hann neitar sök og ætlar ásamt Bayern að fara í mál við blaðið.

Muller var spurður út í meint ósætti af blaðamönnum um helgina.

„Þetta er frekar fyndið. En þetta getur reyndar líka verið pirrandi," sagði Muller.

„Sérstaklega þegar verið er að beina spjótunum að einstökum leikmönnum, mér þykir það ekki vera sanngjarnt."

„Auðvitað hafa breytingar á þjálfara áhrif, en þetta er bara tilraun til að fara í taugarnar á Bayern. Ég skil að sumir í Þýskalandi vilja sjá minna bil á milli fyrsta og annars sætis í Bundesligunni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner