Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 08. mars 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
32 lið á leið út í æfingaferð - Metfjöldi síðan hrunið varð
FH fer til Spánar en KR-ingar fóru til Bandaríkjanna á dögunum.
FH fer til Spánar en KR-ingar fóru til Bandaríkjanna á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Blikar fara til Þýskalands.
Blikar fara til Þýskalands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar og Fram fara bæði út.
Haukar og Fram fara bæði út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
32 meistaraflokkslið fer í æfingaferð erlendis fyrir Íslandsmótið í sumar. Aldrei hafa farið fleiri lið út síðan bankahrunið varð á Íslandi árið 2008.

Fjöldi liða í æfingaferðum erlendis undanfarin ár:
2009: 2
2010: 20
2011: 27
2012: 16
2013: 26
2014: 28
2015: 25
2016: 32

Öll liðin í Pepsi-deild karla fara út í æfingaferð og átta af tíu liðum í Pepsi-deild kvenna sem og helmingurinn af liðunum í 1. deild karla.

Líkt og undanfarin ár er Spánn vinsælasti áfangastaðurinn en mörg fleiri lönd koma þó við sögu. Karla og kvennalið Fylkis fara til Englands, Víkingur R. fer til Tyrklands, karlalið ÍA fer til Danmerkur og kvennaliðið til Svíþjóðar og Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki fara til Þýskalands.

Kvennalið Stjörnunnar fer til Ítalíu og þá fara Haukar og BÍ/Bolungarvík á nýjan áfangastað í Króatíu. Karlalið KR fór einnig til Bandaríkjanna á dögunum.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau lið sem fara í æfingaferð erlendis í ár.

Pepsi-deild karla:
Breiðablik
Fjölnir
FH
Fylkir
ÍA
ÍBV
KR
Stjarnan
Valur
Víkingur Ó.
Víkingur R.
Þróttur

Pepsi-deild kvenna:
Breiðablik
Fylkir
ÍA
ÍBV
KR
Selfoss
Stjarnan
Valur

1. deild karla:
Fram
Grindavík
Haukar
KA
Selfoss
Þór

1. deild kvenna:
Fjölnir

2. deild karla:
Afturelding
BÍ/Bolungarvík
Grótta
Völsungur

4. deild karla:
Hamar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner