Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. mars 2018 10:15
Fótbolti.net
100 dagar í fyrsta leik Íslands - Hlustaðu á Alfreð og Hannes fara yfir leiðina á HM
Icelandair
Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson.
Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru 100 dagar í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi, leikið verður gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní.

Einnig er Ísland með Nígeríu og Króatíu í riðli.

Í tilefni þess að það eru 100 dagar í leikinn er vel við hæfi að rifja upp leið Íslands á HM með tveimur leikmönnum.

Smelltu hér til að hlusta á yfirferð Alfreðs og Hannesar

Elvar Geir Magnússon ræddi við sóknarmanninn Alfreð Finnbogason og markvörðinn Hannes Þór Halldórsson í sérstökum hlaðvarpsþætti sem tekinn var upp í Katar í nóvember síðastliðnum.

Farið var yfir leiðina á HM í Rússlandi, undankeppnin var skoðuð leik fyrir leik og hugurinn látinn reika aðeins inn í framtíðina.

Skemmtileg innsýn inn í undankeppnina frá tveimur leikmönnum sem léku svo sannarlega tvö af aðalhlutverkunum í að koma okkur til Rússlands.

Smelltu hér til að hlusta á yfirferð Alfreðs og Hannesar
Athugasemdir
banner
banner
banner