Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. mars 2018 16:52
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið AC Milan og Arsenal: Ramsey og Wilshere byrja
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Wilshere er í byrjunarliði Arsenal.
Wilshere er í byrjunarliði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:00 hefst fyrri viðureign AC Milan og Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikið er á San Siro á Ítalíu.

Það er mikil pressa á Arsene Wenger og félaga og raunhæfasta leiðin í Meistaradeildina er að vinna Evrópudeildina. Það bíður erfitt verkefni gegn AC Milan sem hefur verið á flottu skriði undir stjórn Gennaro Gattuso að undanförnu.

AC Milan er ósigrað í síðustu þrettán leikjum en Arsenal hefur tapað fjórum leikjum í röð í fyrsta sinn síðan 2002.

Liðið er án Hector Bellerín, Nacho Monreal og Alexandre Lacazette sem eru meiddir. Þá er Pierre-Emerick Aubameyang ekki löglegur.

Aaron Ramsey og Jack Wilshere byrja báðir en Wenger spilar með fjögurra manna varnarlínu. AC Milan stillir fram sínu sterkasta liði.

AC Milan (4-3-3): Donnarumma; Calabria, Romagnoli, Bonucci, Rodriguez; Bonaventura, Biglia, Kessie; Suso, Cutrone, Calhanoglu.

Arsenal (4-3-3): Ospina; Chambers, Mustafi, Koscielny, Kolasinac; Ramsey, Xhaka, Wilshere; Ozil, Welbeck, Mkhitaryan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner