Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. mars 2018 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Auðvelt fyrir Arsenal - Salzburg vann í Dortmund
Ramsey og Welbeck fagna öðru marki leiksins. Donnarrumma svekktur í bakgrunninum.
Ramsey og Welbeck fagna öðru marki leiksins. Donnarrumma svekktur í bakgrunninum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger sendi skýr skilaboð til stuðningsmanna Arsenal eftir taphrinu undanfarinna mánuða og sagðist ekki ætla að yfirgefa félagið.

Liðið heimsótti Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og átti mjög góðan fyrri hálfleik.

Henrikh Mkhitaryan kom gestunum yfir snemma leiks og tvöfaldaði Aaron Ramsey forystuna rétt fyrir leikhlé.

Mesut Özil lagði bæði mörkin upp og virtist Arsenal ekki þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum.

Milan hélt boltanum og sótti í síðari hálfleik en vörn Arsenal virtist aldrei í vandræðum og sanngjarn sigur staðreynd.

Austurrísku meistararnir í Salzburg hafa komið gríðarlega á óvart og lögðu þeir Borussia Dortmund að velli í Dortmund.

Miðjumaðurinn Valon Berisha gerði bæði mörk gestanna snemma í síðari hálfleik, áður en Andre Schürrle minnkaði muninn í jöfnum og skemmtilegum leik.

Salzburg er enn taplaust í keppninni eftir að hafa unnið riðilinn og slegið Real Sociedad út í síðustu umferð.

Liðin frá Moskvu virðast vera á leiðinni úr keppni eftir tapleiki gegn spænskum og frönskum andstæðingum.

Diego Costa skoraði í 3-0 sigri Atletico Madrid gegn Lokomotiv á meðan miðvörðurinn Marcelo gerði eina mark Lyon gegn CSKA.

Milan 0 - 2 Arsenal
0-1 Henrikh Mkhitaryan ('15)
0-2 Aaron Ramsey ('45)

Atletico Madrid 3 - 0 Lokomotiv Moskva
1-0 Saul Niguez ('22)
2-0 Diego Costa ('47)
3-0 Koke ('90)

CSKA Moskva 0 - 1 Lyon
0-1 Marcelo ('68)

Dortmund 1 - 2 Salzburg
0-1 Valon Berisha ('49,.víti)
0-2 Valon Berisha ('56)
1-2 Andre Schürrle ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner