Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 08. mars 2018 17:09
Elvar Geir Magnússon
Fundur fyrirhugaður milli Conte og PSG?
Til Frakklands í sumar?
Til Frakklands í sumar?
Mynd: Getty Images
Franska blaðið L'Equipe segir að forráðamenn franska toppliðsins Paris Saint-Germain hafi rætt við bróðir Antonio Conte, Gianluca, og látið vita af áhuga sínum.

Sagt er að Conte muni hitta fulltrúa PSG á næstu dögum en flestir telja að Conte muni yfirgefa Chelsea í sumar þar sem samband hans við æðstu menn á Stamford Bridge er orðið ansi stíft.

Conte hefur verið pirraður yfir því að ekki hafi verið eytt meiru í að styrkja leikmannahópinn eftir að Chelsea vann ensku úrvalsdeildina í fyrra.

Hætta er á að Chelsea missi af sæti í Meistaradeildinni en liðið er fimm stigum á eftir Tottenham.

Hjá PSG er Unai Emery á barmi þess að vera rekinn eftir að liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með því að tapa samtals 5-2 fyrir Real Madrid.

Katarskir eigendur PSG hafa eytt háum fjárhæðum og munu líklega skipta um þjálfara í sumar. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur einnig verið orðaður við starfið en staða hans er einnig tæp.

Sjá einnig:
Munurinn á Man City og PSG er Guardiola
Athugasemdir
banner
banner
banner