fim 08. mars 2018 19:00
Elvar Geir Magnússon
Hannes tekur við liði í þýsku F-deildinni
Hannes Þ. Sigurðsson er tekinn við
Hannes Þ. Sigurðsson er tekinn við
Mynd: Deisenhofen
Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrum landsliðssóknarmaður Íslands, hefur verið ráðinn þjálfari Deisenhofen sem leikur í sjöttu efstu deild Þýskalands.

Núverandi þjálfari Deisenhofen hættir eftir tímabilið en liðið er fimmta sæti í Landesliga Südost.

Þetta er ekki fyrsta þjálfarastarf Hannesar en hann var aðstoðarþjálfari EIK Egersund í Noregi.

„Með því að fá Hannes vill Deisenhofen halda áfram að þróa ungan leikmannahóp liðsins," segir í tilkynningu frá Deisenhofen.

Hannes er uppalinn hjá FH en hann kom víða við á sínum ferli. Hann hefur meðal annars spilað í Noregi, Rússlandi og Kasakstan. Hann lék þrettán landsleki fyrir Ísland en býr í dag með fjölskyldu sinni í München.
Athugasemdir
banner
banner
banner