Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. mars 2018 09:30
Elvar Geir Magnússon
Löw orðaður við Arsenal - Ólga í klefanum
Powerade
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Ryan Sessegnon (til hægri) vill fara til Spurs.
Ryan Sessegnon (til hægri) vill fara til Spurs.
Mynd: Getty Images
Vikan flýgur áfram! Það er komið að fimmtudagsslúðrinu sem vinir okkar og kollegar hjá BBC tóku saman.

Joachim Löw (58), landsliðsþjálfari Þýskalands, er efstur á blaði til að taka við Arsenal ef Frakkinn Arsene Wenger yfirgefur félagið í sumar. (ESPN)

Það er vaxandi ólga í búningsklefa Arsenal vegna aukins launamunar milli leikmanna í hópnum. (Times)

David de Gea (27), markvörður Manchester United er enn að bíða eftir því að fá nýjan samning en hann á bara sextán mánuði eftir af núgildandi samningi. (Yahoo)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, gæti haldið starfi sínu þó liðinu mistakist að enda í topp fjórum - Svo lengi sem hann hættir að blaðra um leikmannakaup. (Sun)

Ryan Sessegnon (17), vinstri bakvörður Fulham, vill fara til Tottenham en fjölmörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á þessum enska U19 landsliðsmanni. (Mirror)

Dominic Calvert-Lewin (20), framherji Everton, er orðaður við ónefnt landsliðskall Englands í aðdraganda HM. (Mirror)

Umboðsmaður Emre Can (24), miðjumanns Liverpool, hefur lokað á allar viðræður um framtíð þýska landsliðsmannsins. (Express)

Manchester United er að plana nýjar samningaviðræður við franska sóknarleikmanninn Anthony Martial (22). (ESPN)

Vonir Liverpool um að kaupa miðjumanninn Ivan Rakitic (29) hafa dalað þar sem Barcelona vill nú halda króatíska landsliðsmanninum. (AS)

Newcastle er líklegast til að fá spænska markvörðinn Iker Casillas (36) á frjálsri sölu frá Porto í sumar. (Newcastle Chronicle)

Brighton, Crystal Palace og West Ham hafa öll áhuga á varnarmanninum Ibrahim Amadou (24) varnarmanni Lille sem er fyrrum unglingalandsliðsmaður Frakklands. (Le 10 Spor)

Markvörðurinn Simon Mignolet (30) er tilbúinn að yfirgefa Liverpool en Napoli og Borussia Dortmund hafa áhuga. (La Derniere Heure)

AC Milan hefur áhuga á varnarmanninum Ivan Marcano (30) hjá Porto en samningur Spánverjans rennur út í sumar.
(Calciomercato)


Enski varnarmaðurinn Michael Ledger (20) hjá Sunderland er að fara að skrifa undir tveggja ára samning við Notodden FK í Noregi.
(Sunderland Echo)

Austurríski varnarmaðurinn Kevin Wimmer (25) hefur verið settur í einstaklingsþjálfun hjá Stoke til að koma honum í betra form. Wimmer var keyptur frá Tottenham á 18 milljónir punda síðasta sumar en hefur ekki komið við sögu síðan Lambert var ráðinn stjóri þann 16. janúar. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner