Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. mars 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Munurinn á Man City og PSG er Guardiola
Þetta er maðurinn!
Þetta er maðurinn!
Mynd: Getty Images
Manchester City og Paris Saint-Germain eru tvö félög með moldríka eigendur sem dæla peningum í verkefnið. Samt er hugmyndafræði Manchester City mun heilbrigðari, að mati Sam Lee sem er fréttamaður Goal.

„Af þessum tveimur ofurfélögum sem dreymir um Evrópuárángur er óhætt að segja að City sé á undan. PSG væri tilbúið að borga allan pening heimsins fyrir að vera þar sem City er núna," segir Lee.

Manchester City lagði Basel í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en PSG er úr leik eftir tap gegn Real Madrid.

„PSG hefði líklega slegið út Basel og það er enn ekki tímapunktur þar sem hægt er að dæma um árangur City í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Stærsti munurinn milli þessara tveggja liða er sá að annað hefur Pep Guardiola en hitt ekki."

Lee segir að City hafi betur samansett lið og heilsteyptara.

„Það er ekki hægt að horfa framhjá áhrifum Guardiola á leikmenn. Í ágúst voru spurningamerki í kringum menn eins og Ederson og Kyle Walker sem voru nýkomnir og menn eins og Nicolas Otamendi og Raheem Sterling sem höfðu verið lengur. Allir fjórir hafa verið lykilmenn á tímabilinu."

„Leroy Sane heldur áfram að bæta sig, Kevin De Bruyne hefur orðið einn besti leikmaður heims og reynslumenn eins og Fernandinho, David Silva og Sergio Aguero eru að spila besta boltann á ferlinum. Þetta er engin tilviljun," segir Lee sem efast ekki um að PSG væri að spila betur ef Guardiola væri stjóri þar.

„Það er alltaf talað um fjármagnið sem City hefur eins og allir rándýrir hópar hafi framkvæmt fótbolta eins og City hefur verið að gera í gegnum þetta tímabil. PSG er nýjasta sönnun þess að dýrustu hóparnir eru ekki endilega þeir bestu. City hefur verið að eyða peningum í gegnum árin en hafa aldrei spilað eins og núna. Vinna Guardiola er sönnun þess að peningar koma manni ekki alla leið."

„Þótt ótrúlegt megi virðast á Guardiola enn gagnrýnendur en þeir hörðustu geta ekki einu sinni reynt að neita því að hann er alltaf tilbúinn með plan og reynir alltaf að vinna."

„Hvað næst hjá PSG? Unai Emery verður örugglega rekinn og félagið mun leita að manni sem gæti tekið verkefnið á næsta stig. Sá sem tekur við þarf að ná því besta út úr hópnum. Á meðan PSG verkefnið er byggt í kringum stjörnur er City byggt í kringum stjörnuþjálfarann. Meðan City er með Guardiola verður PSG að elta," segir Lee.
Athugasemdir
banner
banner
banner