Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 08. mars 2018 13:40
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Icelandair
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Gylfi fagnar marki gegn Liverpool.
Gylfi fagnar marki gegn Liverpool.
Mynd: GettyImages
„Þetta voru mjög erfiðir tímar í byrjun tímabils en síðan ég kom hingað þá hafa hefur hann bætt frammistöðuna eftir því sem mér er sagt," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, í einkaviðtali við Fótbolta.net í vikunni aðspurður út í frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar á tímabilinu.

Gylfi Þór varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton þegar hann kom til félagsins frá Swansea á 45 milljónir punda í fyrrasumar. Eftir erfiða byrjun var Ronald Koeman rekinn frá Everton og Allardyce tók við liðinu í lok nóvember. Gylfi komst þá á betra skrið líkt og lið Everton en fimm af sjö mörkum hans á tímabilinu hafa komið eftir að Sam tók við.

„Kaupin á Gylfa voru þau stærstu hjá okkur síðustu sumar og það jók pressuna á honum að standa sig. Hann þurfti að takast á við það andlega og ég tel að hann sé búinn að ná því núna," sagði Sam.

„Hann hefur skorað mjög mikilvæg mörk undanfarið og það er það sem við þurfum frá honum, að hann haldi áfram að skora og leggja upp mörk. Því fleiri mörk sem hann skorar því betri möguleika eigum við á að ná í þrjú stig."

Allir vilja spila í tíunni
Gylfi lýsti því yfir í viðtali á Fótbolta.net í vikunni að hann vilji helst spila á miðjunni en í vetur hefur hann mest spilað á vinstri kantinum hjá Eveton.

„Við erum með nokkrar „tíur" þar sem þeir vilja allir spila. Við þurfum að breyta liðinu af og til. Þetta snýst um framistöðuna að mínu mati. Margir leikmenn hafa spilað undir þeirri getu sem ég býst við og þeir búast við af sjálfum sér. Þess vegna hef ég þurft að gera of margar breytingar á liðinu."

„Gylfi segist hafa spilað mikið vinstra megin með íslenska landsliðinu sem og á miðjunni, í stöðu númer tíu eða sem framliggjandi miðjumaður. Við viljum hafa hann ofarlega á vellinum til að hann geti nýtt hæfileika sína í að skapa stoðsendingar og skora mörk."


Vill meira úr föstu leikatriðunum
Föstu leikatriðin hafa ekki skilað miklu hjá Everton á þessu tímabili en á síðasta tímabili lagði Gylfi upp ófá mörk með Swansea með horn og aukaspyrnum.

„Það hafa verið vonbrigði að föstu leikatriðin hafa ekki skapað eins mikið og við erum vanir að sjá frá honum. Vonandi bætist það við leik hans út tímabilið," sagði Sam.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Sam.
Athugasemdir
banner
banner
banner