Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. mars 2018 15:09
Elvar Geir Magnússon
Son: Sársaukafullur lærdómur
Son skoraði mark Tottenham í 1-2 tapinu gegn Juventus í gær.
Son skoraði mark Tottenham í 1-2 tapinu gegn Juventus í gær.
Mynd: Getty Images
Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, segir að tapið gegn Juventus í gær hafi verið sársaukafullur lærdómur fyrir liðið. Son lofar því að þessi reynsla geri liðið betra og sterkara.

„Við getum lært ýmislegt af þessum leik því það var sorglegt að detta út. Við erum ekki lengur með í Meistaradeildinni en höfum öðlast reynslu og lært. Á næsta tímabili gerum við betur," segir Son.

„Þetta er sársaukafullt. Við spiluðum vel, sköpuðum færi, komumst yfir... þetta var hin fullkomna byrjun tel ég. En mörkin tvö breyttu þessum úrslitum. Ef þú skorar mörk þá vinnur þú. Við spiluðum betur en þeir en þeir skoruðu fleiri mörk."

„Ég er alltaf stoltur af liðsfélögum mínum og stuðningsmönnum. Ég vorkenni stuðningsmönnum okkar því þeir voru með væntingar, við áttum líka meira skilið. En við getum verið stoltir. Allt var mjög hljótt í klefanum eftir leikinn og menn voru niðurlútir. Við erum hungraðir og viljum vinna alla leiki."

„Það eru mikilvægir leikir í hverri viku, helgi eftir helgi. Andlega verðum við að vera tilbúnir. Við verðum að gleyma úrslitunum gegn Juve og læra af tapinu," segir Son.
Athugasemdir
banner
banner
banner