Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 08. mars 2018 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Sterkur hópur Nígeríu gegn Póllandi og Serbíu
Það verður erfitt að eiga við Victor Moses. Hann hefur gert mjög vel í stöðu hægri vængbakvarðar hjá Chelsea.
Það verður erfitt að eiga við Victor Moses. Hann hefur gert mjög vel í stöðu hægri vængbakvarðar hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Gernot Rohr, landsliðsþjálfari Nígeríu, er búinn að staðfesta 28 manna leikmannahóp landsliðsins fyrir æfingaleikina gegn Póllandi og Serbíu.

Nígería mætir til leiks með þokkalega sterkan landsliðshóp og er hægt að sjá nokkur kunnugleg nöfn.

John Obi Mikel, goðsögn hjá Chelsea, og Wilfred Ndidi, leikmaður Leicester, eru meðal miðjumanna hópsins.

Victor Moses, Chelsea, og Alex Iwobi, Arsenal, eru einnig í hópnum ásamt öflugum sóknarmönnum Leicester, þeim Kelechi Iheanacho og Ahmed Musa. Odion Ighalo, fyrrverandi markamaskína Watford, er einnig í hóp.

Það komast 23 leikmenn á HM og ljóst er að langflestir Rússlandsfarar Nígeríu eru í þessum 28 manna hóp.

Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik riðlakeppninnar, 22. júní.

Markmenn: Francis Uzoho (Deportivo La Coruna, Spain); Ikechukwu Ezenwa (Enyimba FC); Daniel Akpeyi (Chippa United, South Africa)

Varnarmenn: Abdullahi Shehu (Bursaspor FC, Turkey); Tyronne Ebuehi (Ado Den Haag, The Netherlands); Olaoluwa Aina (Hull City, England); Elderson Echiejile (Cercle Brugge KSV, Belgium); Brian Idowu (Amkar Perm, Russia); Chidozie Awaziem (Nantes FC, France); William Ekong (Bursaspor FC, Turkey); Leon Balogun (FSV Mainz 05, Germany); Kenneth Omeruo (Kasimpasa FC, Turkey); Stephen Eze (Lokomotiv Plovdiv, Bulgaria)

Miðjumenn: Mikel John Obi (Tianjin Teda, China); Ogenyi Onazi (Trabzonspor FC, Turkey); Wilfred Ndidi (Leicester City, England); Oghenekaro Etebo (Las Palmas, Spain); John Ogu (Hapoel Be’er Sheva, Israel); Uche Agbo (Standard Liege, Belgium); Joel Obi (Torino FC, Italy)

Sóknarmenn: Ahmed Musa (CSKA Moscow, Russia); Kelechi Iheanacho (Leicester City, England); Moses Simon (KAA Gent, Belgium); Victor Moses (Chelsea FC, England); Odion Ighalo (Changchun Yatai, China); Alex Iwobi (Arsenal FC, England); Junior Ajayi (Al Ahly, Egypt); Gabriel Okechukwu (Akwa United)
Athugasemdir
banner
banner
banner