Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. mars 2018 06:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
West Ham sektað fyrir brot á reglum um lyfjaeftirlit
West Ham fékk sekt.
West Ham fékk sekt.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað West Ham fyrir brot á reglum um lyfjaeftirlit. Félagið uppfyllti ekki kröfur þrisvar sinnum á 12 mánaða tímabili og hefur nú verið sektað.

Sektin sem nemur um 30 þúsund pundum varð til þegar West Ham gaf ekki réttar upplýsingar til enska knattspyrnusambandsins.

Félögin á Englandi þurfa að skila inn upplýsingum um æfingatíma, hvaða leikmenn mæta til æfinga og hvar skráð heimilsfang hvers leikmanns er. West Ham gaf ekki upp réttar upplýsingar í því og hefur nú fengið sekt fyrir það.

„Félagið samþykkir sektina, við munum gera betur og sjá til þess að þessi mistök munu ekki gerast aftur," sagði talsmaður West Ham.

West Ham ítrekar að sektin tengist leikmönnum félagsins ekki, heldur var um skráningarvillu að ræða.
Athugasemdir
banner
banner
banner