Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 08. apríl 2018 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Chicharito vonast til að gefa Moyes valkvíða
Marko Arnautovic lagði jöfnunarmarkið upp fyrir Chicharito.
Marko Arnautovic lagði jöfnunarmarkið upp fyrir Chicharito.
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez, betur þekktur sem Chicharito, fékk að spila síðustu tuttugu mínúturnar gegn Chelsea í dag.

Það tók Chicharito aðeins þrjár mínútur að skora þegar hann var einn og óvaldaður í vítateig andstæðinganna.

„Leikir eins og þessir eru mjög erfiðir. Chelsea er með frábært lið og núna eigum við úrslitaleik við Stoke í næstu viku," sagði Chicharito að leikslokum.

Chicharito hefur komið sex sinnum inná gegn Chelsea á ferlinum og skorað. Hann gefur ekki mikið fyrir þá tölfræði og vonast til að gefa David Moyes, stjóra West Ham, valkvíða fyrir næsta byrjunarlið.

„Fótbolti virkar svona, kannski skora ég aldrei gegn einu liði en skora svo alltaf gegn Chelsea, þetta segir ekkert. Það sem skiptir máli er að við náðum stigi.

„Ég vel ekki byrjunarliðið en ég vona að ég geri valið erfitt fyrir næsta leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner