Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. apríl 2018 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Conte: Tímabilið okkar í hnotskurn
Mynd: Getty Images
Antonio Conte var svekktur eftir 1-1 jafntefli Chelsea gegn West Ham í dag. Heimamenn í Chelsea fengu mörg færi sem fóru forgörðum og jafnaði Chicharito með einu af tveimur skoti West Ham á rammann í leiknum.

Chelsea er í fimmta sæti eftir tapið, þremur stigum fyrir ofan Arsenal og tíu stigum eftir Tottenham þegar sex umferðir eru eftir.

„Þessi leikur lýsir tímabilinu okkar mjög vel. Við sköpum okkur fullt af færum og klúðrum þeim," sagði Conte.

„Við nýtum ekki færin og svo skora andstæðingarnir úr öðru hverju skoti. Þetta er tímabilið okkar í hnotskurn, við stjórnum öllum þessum leikjum og náum ekki að vinna."

Conte var spurður hvort Alvaro Morata vanti sjálfstraust til að skora meira. Hann telur svo ekki vera.

„Morata skoraði tvö rangstöðumörk, hann vantar augljóslega ekki sjálfstraust. Ég veit ekki hvort við getum náð meistaradeildarsæti."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner