EB/Streymur 0 - 1 HB
0-1 Símún Samuelsen ('65, víti)
0-1 Símún Samuelsen ('65, víti)
Það var íslenskur bragur á sigri HB frá Þórshöfn gegn EB/Streymi í færeysku Betri-deildinni í dag.
Heimir Guðjónsson, fyrrum þjálfari FH stýrir HB, en staðan í hálfleik á Eiði var markalaus. Um miðjan seinni hálfleikinn kom fyrsta markið en það gerði Símún Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, fyrir lærisveina Heimis af vítapunktinum.
EB/Streymur reyndi að jafna metin og pressaði nokkuð á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki og 1-0 lokastaðan.
Góður sigur fyrir Heimi og hans menn en Brynjar Hlöðversson, fyrurm leikmaður Leiknis R. spilaði leikinn. Eftir þennan sigur er HB með sjö stig eftir fjóra leiki, í fjórða sæti.
Íslenskir fjölmiðlamenn voru á leiknum, þar á meðal fjölmiðlamenn Fótbolta.net. Hægt er að skoða nánar frá leiknum á Fótbolta.net Snappinu (Snapchat).
Leikdagur í Þórshöfn. EB/Streymur vs HB í dag. Heimir ræðir við @thorkellg á hafnarsvæði stórborgarinnar. Meira á #Fotboltinet snappinu pic.twitter.com/eq1R3XPHTH
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 8, 2018
Athugasemdir