sun 08. apríl 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kane ætlar að skora meira en Salah
Mynd: Getty Images
Harry Kane er búinn að skora 24 mörk í deildinni en er þrátt fyrir það í öðru sæti á lista yfir helstu markaskorara tímabilsins.

Mohamed Salah trónir á toppnum með 29 mörk og hefur Kane sex umferðir til að ná Egyptanum.

„Ég get ennþá orðið markakongur, það eru nokkrir leikir eftir. Ég þarf að einbeita mér að sjálfum mér, ég get ekki stjórnað því sem hann gerir," sagði Kane.

„Það væri frábært að vinna Gullskóinn aftur og ég ætla að gera allt í mínu valdi til að vera markahæstur."

Kane segist hafa skorað sitt 25. mark í sigri gegn Stoke um helgina en enska úrvalsdeildin skráði markið á Christian Eriksen.

Eriksen tók aukaspyrnu sem endaði í netinu og segist Kane hafa snert boltann með öxlinni.

„Ég sver uppá líf dóttur minnar að ég snerti boltann, en það er ekkert sem ég get gert. Ef þeir ákveða að trúa mér breyta ákvörðuninni, þá gera þeir það.

„Svona er þetta bara. Það sem skiptir mestu máli er að við unnum leikinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner