Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. apríl 2018 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
Hughes: Wilshere átti að fá rautt spjald
Mynd: Getty Images
Fallbaráttulið Southampton heimsótti Arsenal á Emirates í dag og tapaði eftir hörkuleik, með þremur mörkum gegn tveimur.

Mikill hiti var í mönnum undir lokin og voru tveir leikmenn reknir útaf með beint rautt spjald.

Jack Wilshere togaði ansi mikið í treyju Jack Stephens í uppbótartímanum, meira að segja eftir að hann hafði losað boltann frá sér. Stephens brást illa við og sló Wilshere til jarðar. Wilshere stóð strax aftur upp og rauk að Stephens.

Stephens fékk beint rautt spjald fyrir sinn part á meðan Wilshere fékk að líta gula spjaldið. Mark Hughes, stjóri Southampton, telur að Wilshere hafi einnig átt að fjúka af velli.

Mohamed Elneny, miðjumaður Arsenal, fékk beint rautt spjald nokkrum sekúndum síðar fyrir að ýta í leikmann andstæðinganna meðan leikurinn var stopp vegna brots Wilshere.

„Það er augljóslega erfitt að vera dómari. Stephens brást við til að losa sig við Wilshere," sagði Hughes.

„Ég er svekktur með að dómarinn hafi ekki séð hvað Wilshere gerði eftir atvikið. Hann stóð beint upp og fór með hnéð að Stephens, eins og til að sparka í hann. Wilshere hefði fengið rautt hefði dómarinn séð þetta. Þeir áttu báðir að fjúka útaf."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner