Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 08. apríl 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aðstoðardómari bjargaði lífi leikmanns
Mynd: 101 greatgoals
Danny Frost, sóknarmaður Trafford FC, lenti í árekstri í leik gegn Colwyn Bay í ensku utandeildinni og gleypti tunguna.

Zharir Mustafa var annar aðstóðardómara leiksins og reyndist hetja dagsins. Hann var fyrstur til að bregðast við og notaði skyndihjálp til að bjarga lífi Frost.

Leikmenn hættu að spila eftir atvikið sem gerðist á 65. mínútu. Leikmaðurinn er kominn úr lífshættu og fékk að fara heim í dag.

„Þú herra, ert hetja," sagði Gary Frost, faðir Danny. „Þetta á einnig við um Jake North sem lá á rennandi votum vellinum og hélt haus sonar mins uppi í 50 mínútur.

„Hann er ekki með á hreinu hvað gerðist þar sem hann var rotaður í tíu mínútur eða korter. Hann vill ólmur spila næsta leik á laugardaginn en ég held að það sé ekki í myndinni."

Athugasemdir
banner
banner