Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 08. apríl 2018 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Mancini í samningsviðræðum við ítalska landsliðið
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini verður að öllum líkindum næsti landsliðsþjálfari Ítalíu. Ítalskir fjölmiðlar segja hann vera í samningsviðræðum í Róm.

Mancini er þjálfari Zenit í Pétursborg og gagnrýndi félagið harkalega á fréttamannafundi eftir óvænt tap á heimavelli gegn Krasnodar í gær.

„Vinur, ég þarf ekki þennan pening. Ef ég ákveð að fara, þá fer ég. Ég vil ekki peninga frá Zenit," sagði Mancini á fréttamannafundinum.

„Ég vil starfa með fólki sem hlustar á mig, ekki fólki sem gerir það sem það vill og kaupir leikmenn hægri vinstri án þess að ráðfæra sig við hvorki kóng né prest."

Mancini var myndaður þegar hann lenti á Fiumicino flugvellinum í Róm í dag en gaf ekki kost á sér í viðtal.
Athugasemdir
banner