Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. apríl 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Levy er yfirmaðurinn minn
Daniel Levy hefur verið formaður Tottenham síðan 2001.
Daniel Levy hefur verið formaður Tottenham síðan 2001.
Mynd: Getty Images
Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Tottenham skilaði methagnaði á síðasta keppnistímabili. Stjórn Tottenham, með formanninn Daniel Levy fremstan í flokki, hefur verið gagnrýnd fyrir að nota ekki meira fjármagn í að bjóða stjörnum liðsins og stjóra betri samninga.

Mauricio Pochettino var spurður út í álit sitt á málinu og sagði að það væri ekki hans hlutverk að dæma um hvernig félagið notar peningana sína.

„Ég veit ekkert um nýjan samning. Það er í verkahring félagsins að hafa samband við mig ef það vill bjóða mér nýjan samning. Ég er mjög ánægður hérna og á þrjú ár eftir af samningnum," sagði Pochettino.

Levy fékk 6 milljónir punda í eigin vasa frá félaginu og er mikil pressa frá stuðningsmönnum að hann fjárfesti umtalsvert í liðinu næstu mánuði.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir félagið, fyrirtækið. Þetta er methagnaður og því ber að taka þessum fregnum fagnandi.

„Það er ekki mitt hlutverk að tjá mig um hvað á að gera við peninginn. Ég þekki ekki smáatriðin. Daniel Levy er yfirmaðurinn minn og ég þarf að virða það sem hann segir og gerir."

Athugasemdir
banner
banner