Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. apríl 2018 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Emils hraunaði yfir dómarann
Mynd: Getty Images
Massimo Oddo, fyrrverandi bakvörður Lazio og ítalska landsliðsins og núverandi þjálfari Udinese, var brjálaður út í Gianluca Rocchi sem dæmdi viðureign liðsins gegn Lazio í dag.

Udinese tapaði leiknum 2-1 á heimavelli og var þetta áttunda tap liðsins í röð.

„Við gerðum Lazio erfitt fyrir og áttum skilið að taka að minnsta kosti stig úr þessum leik," sagði Oddo, sem kennir dómaranum um tapið.

„Dómarinn gjörbreytti leiknum. Marusic braut á Jankto í aðdraganda marksins, Rocchi getur ekki hunsað þetta brot."

Oddo telur Rocchi vera mann sem viðurkennir ekki eigin mistök og segir það vera eitt helsta vandamál dómarastéttinnar í dag.

„Vandinn með dómara í dag er að þeir taka ekki gagnrýni. Ef maður spyr þá spurninga svara þeir með hótunum og senda mann upp í stúku.

„Ég tek eftir því að dómarar haga sér yfirleitt svona þegar þeir átta sig á því að þeir gerðu mistök. Í stað þess að reyna að útskýra mál sitt þá senda þeir mann bara útaf.

„Ég er ekki að segja að ég sé fórnarlamb misréttis. Ég er bara að segja að ég er maður sem viðurkennir eigin mistök. Það á augljóslega ekki við um alla."


Rocchi er meðal virtustu dómara Ítalíu og mun dæma nokkra leiki á HM með Elenito Di Liberatore og Mauro Tonolini sér til aðstoðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner