Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 08. apríl 2018 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane tók Ronaldo útaf: Hann þarf hvíld
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane var gagnrýndur fyrir að taka Cristiano Ronaldo útaf eftir 60 mínútur í 1-1 jafntefli Real Madrid gegn Atletico í dag.

Liðin eru í baráttu um 2. sæti spænsku deildarinnar og skoraði Ronaldo fyrsta mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

„Við erum ánægðir með hvernig leikurinn þróaðist. Við fengum helling af færum og áttum að vinna, en við hefðum getað tapað líka," sagði Zidane að leikslokum.

„Það var partur af planinu að taka Ronaldo útaf, ekkert annað. Það eru margir leikir á tímabilinu og leikmenn þurfa stundum hvíld.

„Ronaldo er klár, hann veit hvenær hann þarf að hvíla sig og við vorum búnir að ákveða þetta fyrir leikinn."

Athugasemdir
banner
banner