Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   fim 08. maí 2014 22:28
Matthías Freyr Matthíasson
Finnur Orri: Verður víst að vera í takkaskóm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við byrjuðum leik­inn ekki nógu vel en unn­um okk­ur vel inn í leik­inn og mér fannst við hafa yf­ir­hönd­ina í fyrri hálfleik. Það vantaði að koma af sama krafti inn í seinni hálfleik og því fór sem fór," sagði Finnur Orri Margeirsson fyrirliði Breiðabliks við fjölmiðla eftir tap á móti KR á Samsungvellinum í kvöld

,,KR-ing­arn­ir komu af mjög mikl­um krafti og það er oft erfitt að mæta þeim á fyrstu 20 mín­út­un­um, þeir koma alltaf af mikl­um krafti. Síðan fór­um við að finna svæðin sem okk­ur vantaði að finna og unn­um okk­ur mjög vel inn í leik­inn. Við skoruðum mjög gott mark og kom­umst í góðar stöður sem við hefðum þurft að nýta bet­ur,

Blikar sóttu stíft síðustu mínúturnar og voru nálægt því að jafna á lokamínútunum.

,,Það er oft mjög stutt á milli. Ég sá þetta ekki al­veg en þetta fór nokkra sentí­metra fram­hjá stöng­inni og það hefði verið sætt að hafa Haz­ard þarna inni í teign­um til að sjá um að jafna met­in"

Í seinni hálfleik átti sér stað furðulegt atvik er Árni Vilhjálmsson var við það að komast í sókn, missir annan skóinn og er við það dæmdur brotlegur

„Þetta eru regl­ur sem ég hafði ekki heyrt um en við Þórodd­ur Hjaltalín dómari fór­um aðeins yfir þetta og maður má víst ekki spila leik­inn nema maður sé í takka­skóm" sagði Finnur Orri.
Athugasemdir
banner
banner