,,Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel en unnum okkur vel inn í leikinn og mér fannst við hafa yfirhöndina í fyrri hálfleik. Það vantaði að koma af sama krafti inn í seinni hálfleik og því fór sem fór," sagði Finnur Orri Margeirsson fyrirliði Breiðabliks við fjölmiðla eftir tap á móti KR á Samsungvellinum í kvöld
,,KR-ingarnir komu af mjög miklum krafti og það er oft erfitt að mæta þeim á fyrstu 20 mínútunum, þeir koma alltaf af miklum krafti. Síðan fórum við að finna svæðin sem okkur vantaði að finna og unnum okkur mjög vel inn í leikinn. Við skoruðum mjög gott mark og komumst í góðar stöður sem við hefðum þurft að nýta betur,
Blikar sóttu stíft síðustu mínúturnar og voru nálægt því að jafna á lokamínútunum.
,,Það er oft mjög stutt á milli. Ég sá þetta ekki alveg en þetta fór nokkra sentímetra framhjá stönginni og það hefði verið sætt að hafa Hazard þarna inni í teignum til að sjá um að jafna metin"
Í seinni hálfleik átti sér stað furðulegt atvik er Árni Vilhjálmsson var við það að komast í sókn, missir annan skóinn og er við það dæmdur brotlegur
„Þetta eru reglur sem ég hafði ekki heyrt um en við Þóroddur Hjaltalín dómari fórum aðeins yfir þetta og maður má víst ekki spila leikinn nema maður sé í takkaskóm" sagði Finnur Orri.
Athugasemdir