Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 08. maí 2015 13:51
Arnar Daði Arnarsson
Farid Zato farinn frá KR
Farid Zato.
Farid Zato.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og miðjumaðurinn Farid Zato hafa komist að samkomulagi um starfslok.

„Leikmaðurinn, sem varð bikarmeistari með KR á síðustu leiktíð, leitar nú nýrra tækifæra en KR þakkar Farid fyrir samstarfið og óskar honum alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningu frá talsmanni leikmannsins.

Nokkur félög hafa haft samband við Farid en hann mun semja við nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar á Íslandi eftir viku.

Farid er landsliðsmaður Tógó en hann kom til KR fyrir síðasta tímabil eftir að verið nálægt því að ganga í raðir Þórs.

Farid er 23 ára gamall en hann hefur einnig verið á mála hjá FH, HK og Víkingi Ólafsvík á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner