Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 08. maí 2015 21:23
Arnar Geir Halldórsson
Stjarnan er meistari meistaranna
Rúna Sif kom Stjörnunni á bragðið í kvöld
Rúna Sif kom Stjörnunni á bragðið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 4-1 Breiðablik
1-0 Rúna Sif Stefánsdóttir ('33)
1-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('44)
2-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('47)
3-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('69)
4-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('90)

Stjarnan og Breiðablik mættust á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld í meistarakeppni kvenna.

Þessi sömu lið áttust við í úrslitum Lengjubikarsins á dögunum þar sem Stjörnustúlkur unnu 3-0 sigur.

Rúna Sif Stefánsdóttir kom Stjörnunni yfir í kvöld með skalla eftir um halftíma leik. Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Telma Hjaltalín Þrastardóttir fyrir Breiðablik með góðu einstaklingsframtaki og staðan því jöfn í leikhléi.

Eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleik var komið að markadrottningunni Hörpu Þorsteinsdóttir en hún kom þá Stjörnunni í 2-1. Harpa var svo aftur á ferðinni á 69.mínútu þegar hún nýtti sér mistök í vörn Breiðabliks og skoraði þriðja mark Stjörnunnar.

Guðrún Karítas Sigurðardóttir negldi síðasta naglann í kistu Breiðabliks með marki í uppbótartíma.

Þriggja marka sigur Stjörnunnar á Breiðabliki staðreynd, í annað sinn á tíu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner