Kristófer Sigurgeirsson stjórnaði Breiðabliks liðinu annan leikinn í röð í fjarveru Arnars Grétarssonar sem tekur út tveggja leikja bann. Breiðablik heimsótti Fylki í Árbæinn og innbyrti 2-1 sigur. Fyrsti sigur Blika í sumar staðreynd.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Breiðablik
„Þetta var hálf skrýtinn leikur. Þetta var ekki mikill fótboltaleikur en við tökum þetta og ég er gríðarlega sáttur með það. Við fáum okkur fyrstu stig og þetta er farið að rúlla."
„Völlurinn var kannski ekki að hjálpa til. Við áttum í erfiðleikum með að ná upp okkar spili en Damir reddaði þessu í lokin og gaf okkur þessi þrjú stig."
Þrátt fyrir stigin þrjú fannst Kristófer spilamennskan í tapinu gegn Ólafsvík í síðustu umferð betri.
„Þetta var ekki eins vel spilaður leikur hjá okkur eins og á móti Víking Ólafsvík en núna snerist þetta við og við vinnum leikinn. Þó svo að við höfum ekki spilað okkar besta. Við eigum bara eftir að verða betri þegar vellirnir verða betri," sagði Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir