Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 08. maí 2017 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Grétars: Blikar eru í sárum
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, var skiljanlega svekktur eftir 1-0 tap gegn Fjölni í 2. umferð deildarinnar í dag. Þetta var annað tap liðsins í röð.

Hans Viktor Guðmundsson gerði eina mark leiksins þegar Igor Jugovic skaut í bakið á Hans og í netið á 61. mínútu.

Blikar hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni en Fjölnir er komið með fjögur stig.

„Þetta er svekkelsi. Þetta er ekki sú byrjun sem við ætluðum okkur. Þetta var tiltölulega jafn leikur og það er markið sem þeir skora sem skilur á milli," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Það gerði það ekki því miður. Því fagna Fjölnismenn en Blikar eru í sárum. Það eina sem hægt er að gera er að snúa bökum saman og núna er það næsti leikur, bretta upp ermar og sækja þrjú stig."

Viktor Örn Margeirsson kom inn í miðvörðinn í dag en Gísli Eyjólfsson færði sig framar. Gísli lék í miðverði í síðasta leik.

„Gísli er náttúrlega ekki miðvörður. Við settum hann í þá stöðu því Viktor var ekki klár og núna hentum við honum inn því við töldum hann geta spilað. Það var jákvætt að hann kláraði leikinn og það var vel gert en engin önnur ástæða en sú."

Blikar fengu nokkur tækifæri til þess að koma knettinum í netið en tókst ekki. Honum fannst vanta klókindi í sóknarleikinn á köflum.

„Mér fannst sérstaklega í seinni hálfleik, fram að markinu þeirra, þá fannst mér við vera að gera flotta hluti. Við vorum að komast á milli miðju og varnar oft og sækja hratt á þá en vantaði klókindi á síðustu sendingu og nýta það sem við fengum en það hefur verið að há okkur og við verðum að laga, það þarf að gerast einn tveir og bingó. Við þurfum að sækja stig í næsta leik."

Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika, er á láni hjá Horsens í Danmörku, en danska félagið ákvað að nýta sér ekki kaupréttinn á honum. Það þýðir það að Blikar fá hann ekki fyrr en glugginn lokar og verður hann því tiltækur 15. júlí þegar glugginn opnar á ný.

„Hann er okkar leikmaður. Þeir ætla ekki að nýta sér kaupréttinn, hann kemur til baka og það er eftir lokun á glugga. Hann verður klár 15. júlí, þannig er staðan, en það verður að koma í ljós hvort að það sé einhver að koma það getur vel verið."

„Við erum að skoða hafsent þar sem Viktor hefur ekki verið klár en að vísu stóð hann sig vel í dag sem er plús,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner