Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
banner
   mán 08. maí 2017 20:25
Daníel Geir Moritz
Hallgrímur Mar: Ég er svo lágvaxinn að ég sá hann ekki fara inn
KA stal stigi í Kaplakrika
Grímsi var frábær í kvöld
Grímsi var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar var ánægður eftir leik KA og FH þótt hann hefði viljað þrjú stig miðað við gang leiksins. KA tryggði sér stig í blálokin með skallamarki Ásgeirs Sigurgeirssonar og lokatölur 2-2.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KA

Hallgrímur skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar hann kom KA í 0-1. „Þetta var aukaspyrna úti á kannti og maður er búinn að æfa þetta nokkrum sinnum og loksins kom að því að þetta fór inn. Ég sá hann eiginlega ekkert fara inn. Ekki fyrr en hann var kominn í netið. Ég sá ekkert fyrir veggnum, ég er svo lágvaxinn.“

Byrjun KA á mótinu er gríðarlega sterk en liðið er með 4 stig eftir útileiki gegn Breiðablik og FH. „Við erum með hörku lið og búnir að undirbúa þetta vel. Við komum fullir sjálfstrausts inn í mótið og teljum okkur geta unnið hvaða lið sem er á okkar degi,“ sagði Hallgrímur sem var einnig gríðarlega ánægður með fólkið sitt í stúkunni, eins og sjá má í viðtalinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner