KA stal stigi í Kaplakrika
Hallgrímur Mar var ánægður eftir leik KA og FH þótt hann hefði viljað þrjú stig miðað við gang leiksins. KA tryggði sér stig í blálokin með skallamarki Ásgeirs Sigurgeirssonar og lokatölur 2-2.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 KA
Hallgrímur skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar hann kom KA í 0-1. „Þetta var aukaspyrna úti á kannti og maður er búinn að æfa þetta nokkrum sinnum og loksins kom að því að þetta fór inn. Ég sá hann eiginlega ekkert fara inn. Ekki fyrr en hann var kominn í netið. Ég sá ekkert fyrir veggnum, ég er svo lágvaxinn.“
Byrjun KA á mótinu er gríðarlega sterk en liðið er með 4 stig eftir útileiki gegn Breiðablik og FH. „Við erum með hörku lið og búnir að undirbúa þetta vel. Við komum fullir sjálfstrausts inn í mótið og teljum okkur geta unnið hvaða lið sem er á okkar degi,“ sagði Hallgrímur sem var einnig gríðarlega ánægður með fólkið sitt í stúkunni, eins og sjá má í viðtalinu.
Athugasemdir