„Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Ásgeir Þór Ingólfsson fyrirliði Grindavíkur við Fótbolta.net eftir 1-0 tap gegn Þrótti í fyrstu deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 1 Þróttur R.
„Þetta er sama gamla klisjan. Við erum ekki að koma boltanum í netið og erum að fá hálffæri á okkur sem koma mark úr."
Grindvíkingar eru einungis með fjögur stig eftir fimm umferðir en liðinu hafði verið spáð í toppbaráttu fyrir mót.
„Þetta er langt undir væntingum og við erum gríðarlega ósáttir með þetta. Við ætluðum ekki að leyfa neinu liði að koma hingað og vinna en við erum búnir að tapa tveimur. Það er nóg eftir af mótinu og við höldum áfram. Þetta er búið að vera stöngin út hjá okkur í sumar."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir