Óli Stefán Flóventsson var ánægður með spilamennsku sinna manna er Grindvíkingar töpuðu 2-0 fyrir Fylki í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Grindvíkingar voru góðir í leiknum en þeim tókst ekki að koma knettinum í netið og því er bikarævintýri þeirra á enda.
Grindvíkingar voru góðir í leiknum en þeim tókst ekki að koma knettinum í netið og því er bikarævintýri þeirra á enda.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 2 Fylkir
„Við byrjuðum alls ekki nógu vel og lentum undir en eftir fyrstu 20 mínúturnar fannst mér við stýra umferðinni svolítið í gegnum leikinn. Við vorum ekki alveg nógu beittir fyrir framan markið," sagði Óli.
„Við höldum okkar leik og erum, svona inn í framtíðina séð, að æfa okkur að stýra leikjum á móti úrvalsdeildarliðum.
„Ég hefði viljað fá mark en ég sagði það við strákana rétt í þessu að ef við erum að tapa leikjum þá vil ég að við höldum áfram að spila okkar leik."
Athugasemdir