„Landsliðið er náttúrulega staðurinn þar sem allir vilja vera," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag.
Hann var ekki í síðasta landsliðshóp, en er nú mættur aftur fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu á sunnudagskvöld.
Hann var ekki í síðasta landsliðshóp, en er nú mættur aftur fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu á sunnudagskvöld.
Leikurinn gegn Króatíu er ótrúlega þýðingarmikill, en hann gæti skorið úr um það hvort Íslandi fari á HM eða ekki.
„Maður var ekki síðast og maður getur í rauninni ekkert gert nema að halda áfram að spila sinn leik og vonast til að vera með næst og það hefur heppnast."
Hann var spurður út í leikinn sem er framundan.
„Við erum alltaf að spila á móti þeim þannig að við þekkjum liðið úti og inn. Við vitum allt um þá í rauninni, þannig að þetta snýst bara svo um að gera þetta rétt á vellinum á sunudaginn."
Ivan Raktic, leikmaður Barcelona, kemur ekki með til Íslands, en inn fyrir hann í lið Króatíu kemur væntanlega Mateo Kovacic, leikmaður Real Madrid. Er þetta ekki pirrandi?
„Mér gæti eiginlega ekki verið meira sama, við viljum alltaf spila á móti bestu leikmönnunum."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir