Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
   fös 08. júní 2018 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Rabbi: Við þurfum klárlega að gera betur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Njarðtaksvöllurinn ætlar að reynast Njarðvíkingum erfiður í sumar en enn og aftur urðu Njarðvíkingar að horfa á eftir stigum renna frá sér á loka mínútum leiks á heimavelli sínum. „Við erum komnir í 2-0 stöðu og það er betra en við höfum verið með í síðustu leikjum og að hafa ekki klárað það er sárt." Sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir leik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  2 Fram

Njarðvíkingar voru meira og minna betri aðilin í kvöld og nánast með unninn leik í höndum sér fram að 75.min en fram að því var ekkert sem benti til þess að Fram tæki eitthvað úr leiknum.
„Þetta er svekkjandi, bara eins og við höfum talað um í síðustu heimaleikjum að þá er svekkjandi að tapa stigum í lokin."

Aðspurður hvort Fram hefði komið þeim eitthvað á óvart í leiknum í kvöld var svarið nei.
„Nei ekkert þannig, þeir eru að spila nákvæmlega eins og þeir hafa verið að spila áður þannig það var ekkert óvænt í því ."

Njarðvíkingar fara í breiðholtið í næstu umferð og heimsækja þar ÍR.
„Það er alltaf gaman að koma í breiðholtið, svo það verður bara gaman, við mætum bara ferskir og klárir í þann leik, við erum góðir á útivöllum og það eru þrír útileikir í röð framundan þannig við ættum að getað halað inn stigum þar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner