Njarðtaksvöllurinn ætlar að reynast Njarðvíkingum erfiður í sumar en enn og aftur urðu Njarðvíkingar að horfa á eftir stigum renna frá sér á loka mínútum leiks á heimavelli sínum. „Við erum komnir í 2-0 stöðu og það er betra en við höfum verið með í síðustu leikjum og að hafa ekki klárað það er sárt." Sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir leik.
Lestu um leikinn: Njarðvík 2 - 2 Fram
Njarðvíkingar voru meira og minna betri aðilin í kvöld og nánast með unninn leik í höndum sér fram að 75.min en fram að því var ekkert sem benti til þess að Fram tæki eitthvað úr leiknum.
„Þetta er svekkjandi, bara eins og við höfum talað um í síðustu heimaleikjum að þá er svekkjandi að tapa stigum í lokin."
Aðspurður hvort Fram hefði komið þeim eitthvað á óvart í leiknum í kvöld var svarið nei.
„Nei ekkert þannig, þeir eru að spila nákvæmlega eins og þeir hafa verið að spila áður þannig það var ekkert óvænt í því ."
Njarðvíkingar fara í breiðholtið í næstu umferð og heimsækja þar ÍR.
„Það er alltaf gaman að koma í breiðholtið, svo það verður bara gaman, við mætum bara ferskir og klárir í þann leik, við erum góðir á útivöllum og það eru þrír útileikir í röð framundan þannig við ættum að getað halað inn stigum þar."
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir