mið 08. júlí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bakvörður Þjóðverja leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Jansen og félagar rétt náðu að halda sér í efstu deild þýska boltans á nýliðnu tímabili.
Jansen og félagar rétt náðu að halda sér í efstu deild þýska boltans á nýliðnu tímabili.
Mynd: Getty Images
Marcell Jansen er aðeins 29 ára gamall en hefur þrátt fyrir það ákveðið að leggja skónna á hilluna.

Jansen er vinstri bakvörður sem á 45 landsleiki að baki fyrir Þjóðverja og hefur tekið þátt í ýmsum stórmótum með landsliðinu.

Jansen lenti í þriðja sæti á HM 2006 og 2010 og endaði í öðru sæti á EM 2008.

Jansen var leikmaður Bayern München í eitt tímabil og vann bæði deild og bikar þar en var svo seldur til Hamburger SV og hefur verið þar síðan 2008.

Lið á borð við Benfica og Everton höfðu áhuga á Jansen og vildu fá hann til sín í sumar en hann segir að sinn tími sé kominn og að spila fyrir meira en þrjú lið á ferlinum sé of mikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner