Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 08. júlí 2015 19:50
Arnar Geir Halldórsson
Pepsi-kvenna: Ekkert fær stöðvað Breiðablik - Jafnt á Akureyri
Fanndís kann vel við sig í Vestmannaeyjum
Fanndís kann vel við sig í Vestmannaeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir voru á dagskrá í Pepsi deild kvenna í kvöld.

Breiðablik er með yfirburðarstöðu í deildinni og átti ekki í neinum vandræðum í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem liðið var í heimsókn hjá ÍBV. Andrea Rán Hauksdóttir kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks og Fanndís Friðriksdóttir innsiglaði sigurinn með því að setja þrennu í síðari hálfleik.

Á Akureyri mættust Þór/KA og Selfoss í miklum rokleik. Lillý Rut Hlynsdóttir kom heimastúlkum yfir snemma leiks en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði fyrir gestina í blálokin.

ÍBV 0-4 Breiðablik
0-1 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('42)
0-2 Fanndís Friðriksdóttir (´49)
0-3 Fanndís Friðriksdóttir (´73)
0-4 Fanndís Friðriksdóttir (´89)

Þór/KA 1-1 Selfoss
1-0 Lillý Rut Hlynsdóttir ('16)
1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (´89)
Athugasemdir
banner
banner