Stefán Ragnar fyrirliði Selfyssinga var ekki sáttur með niðurstöðuna eftir jafntefli við Fram í Inkasso-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
„Við vildum fá sigur úr þessum leik og við lágum mjög mikið á þeim síðustu 20 mínúturnar og hefðum átt að ná marki þar."
„Við vorum fyrstu 20 mínúturnar ekki að finna neinar leiðir og vorum bara í tómu tjóni. Við vorum ekki að ná að spila boltanum og vorum að missa hann klaufalega. Mér fannst það svo koma í lok fyrri hálfleiks."
„Við ákváðum í hálfleik að halda því bara áfram og ná aðeins hærra upp á völlin og koma boltanum í boxið. Mér fannst það ganga vel í seinni hálfleik."
Selfyssingar fengu ansi ódýrt mark á sig eftir barnaskap í vörninni
„Já, þetta var bara í takt við það sem við vorum að gera og það var bara spurning hvenær þetta kæmi."
Athugasemdir